Áhrif kísils

FYRIR ALLA

Þekktust eru góð áhrif kísils á húð, hár og neglur en einnig getur hann styrkt allan bandvef líkamans og hefur þar af leiðandi víðtækari áhrif. Undir bandvef flokkast einnig bein, brjósk, liðir, hjarta- og æðakerfi svo eitthvað sé nefnt.

Beinþynning er vaxandi vandamál meðal kvenna, sér í lagi á Vesturlöndum og er fæðuval Vesturlandabúa ein af ástæðum þess. Kísill sem viðbót við fæðu getur komið í veg fyrir alvarlega beinþynningu ef hann er tekinn í réttu magni og nógu tímanlega á ævinni. Kísillinn getur styrkt beinin og umgjörð þeirra svo að önnur nauðsynleg steinefni sem þau þarfnast til að halda þéttleika sínum og styrk, nýtist betur.

Á sama hátt getur kísill styrkt liði og brjósk, ásamt því að ýmislegt bendir til þess að kísill geti komið í veg fyrir hin ýmsu íþróttameiðsl.

Áhrif kísils á vefi og slímhúð eru þau að hann getur aukið teygjanleika þeirra og þéttleika. Hann getur því haft góð áhrif á fólk með æða og lungnasjúkdóma sem og vandamál tengd meltingarfærum.

hár

dv1916067

FYRIR EFRI ÁRIN

Þar sem geta líkamans til að taka upp kísil úr fæðu minnkar með aldrinum er kísilsteinefni kjörið til að bæta upp þörf líkamans á kísli til að halda heilbrigði sínu. Kísilskortur eykur líkur á hjarta- og beinsjúkdómum eins og beinþynningu sem dæmi. Önnur einkenni kísilskorts er t.d. hármissir, lélegur vöxtur nagla og minnisleysi.

Með árunum getur ál safnast fyrir í líkama okkar, en það finnst víða í umhverfi okkar, þar með talið fæðu. Fyrir örfáum árum var talið að ál uppsöfnun í heila ylli Alzheimersjúkdómnum. Þetta hefur að mestu verið hrakið í dag en enn má samt finna vísindalegar greinar sem telja þetta vera staðreynd. Hins vegar er nokkuð ljóst að uppsöfnun áls í líkamanum getur valdið einkennum sem svipa til Alzheimersjúkdómsins. Eitt af því sem kísill getur gert er að að hreinsa líkamann af óæskilegum efnum og þar með talið áli sem gæti hafa safnast upp gegnum árin.

 

Frekari upplýsingar og rannsóknir á kísli má finna á:

Scientific Studies & Research: Silica

Silicon as an Essential Trace Element in Animal Nutrition, by Edith Muriel Carlisle