Greinar

geoSilica, kísilsteinefni og áhrif þess á heilsuna

 

geoSilica er sprotafyrirtæki sem vinnur kísil fæðubótarefni úr háhitavökva frá Hellisheiðarvirkjun. Fyrirtækið hefur markaðssett vöru sína á Íslandi og erlendis undanfarin misseri en ýmis jákvæð áhrif kísilsteinefnis hafa verið rannsökuð s.s. í tengslum við mótun beina og kollagens í líkamanum auk þess sem steinefnið virðist hafa hlutverki að gegna varðandi varnir líkamans gegn vísusum í meltingarvegi, svo eitthvað sé nefnt. Frá því að geoSilica hóf framleiðslu og sölu á geoSilica fæðubótarefninu hefur fyrirtækinu borist reynslusögur frá notendum sem merkja jákvæðar breytingar á heilsu. Má þar helst nefna bættan járnbúskap líkamans og minni lið- og bakverki auk þess sem inntaka virðist hafa jákvæð áhrif á brjóstsviða og bakflæði ef marka má umsagnir notenda. Meðalinntaka kísils hjá fólki í hinum vestræna heimi er á bilinu 20-50mg á dag en inntaka er örlítið lægri hjá konum en körlum. Það dregur úr kísilinntöku fólks með aldrinum, eða um 0.1% minnkun á ári eftir um 26-39 ára aldur. (3) geoSilica fæðubótarefnið inniheldur kísil steinefni, en varan er einnig laus við öll aukaefni. Skammtur af geoSilica er um 10ml á dag í fljótandi formi en samkvæmt Bandarísku lyfja- og matvælastofnuninni og Alþjóða heilbrigðisstofuninni er efnið hættulaust mönnum (13).

 

Þróun og rannsóknir á sviði kísilsteinefna mikilvæg

 

Flest fáum við öll þau vítamín og steinefni, sem líkaminn þarfnast, úr fæðu en þó eru á því undantekningar. Skortur á steinefnum eins og kísil getur haft alvarlegar afleiðingar á stoðkerfi, bandvef og þroska (1,2,3). Rannsóknir sýna samband á milli kísilinntöku og þéttleika beina en beinþynning er mikið áhyggjuefni meðal vestrænna þjóða. Beinþynning er kostnaðarsöm fyrir heilbrigðiskerfið og mjög hamlandi fyrir þá sjúklinga sem þjást af henni, þar sem stökk bein brotna frekar. (2,5)  Samkvæmt nýlegri samantektarrannsókn sem birtist í fagtímaritinu Nutrition of Healthy Aging, virðist kísil inntaka hafa marktæk jákvæð áhrif á vöxt og endurnýjun beinvefs en 38 rannsóknir voru skoðaðar í þessu tilliti (10). Niðurstöðurnar eru í takt við fjölmargar reynslusögur af notkun geoSilica en einnig benda reynslusögur til þess að kísill hafi jákvæð áhrif á járnbúskap líkamans þar sem neytendur sem áður tóku járn vegna járnskorts hafa jafnvel minnkað járninntöku, eða hætt henni, eftir að þeir fóru að nota geoSilica að staðaldri. Áhrif kísils á önnur steinefni m.a. á járnbúskap eru því miður af skornum skammti. Járnskortur er algengasti næringarskortur sem hrjáir mannkynið (6,7) en allt að því helmingur óléttra kvenna í vanþróuðum löndum glímir við járnskort (anamia) og um 40% barna. Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur hrint í framkvæmd stríði gegn járnskorti með það að markmiði að draga verulega úr þeirri byrði sem járnskortur orsakar í heiminum. Heilsufarslegur kostnaður af járnskorti er mjög mikill en leiða má líkur að því að um 20% allra dauðsfalla, meðal mæðra í þróunarlöndum, megi rekja til járnskorts (6).  Það gæti því verið mikilvægt í þessu ljósi að rannsaka áhrif kísils á járnbúskap sérstaklega.

 

Þáttur kísilsteinefna í varnarkerfi líkamans

 

Nýleg rannsókn bendir til þess að mögulega gegni kísilsteinefni hlutverki í varnarkerfi líkamans. Rannsóknin sem framkvæmd var af vísindamönnum við Bandarísku lyfja- og matvælastofnunina (Food and Drug Administration, FDA), sýndi fram á mikilvægi kísils við að halda aftur af útbreiðslu vírusa í meltingarvegi, nánar tiltekið Norovírusnum. Norovírusinn er mjög kvimleiður og algengur meðal fólks, en á bilinu 570-800 dauðsföll í Bandaríkjunum (11) má rekja til hans árlega. Norovírusinn leggst á um 2.5 manns af hverjum 10.000 (12) að meðaltali á heimsvísu, en vírusinn er ein algeingasta ástæða maga- og garnabólgu í mönnum. geoSilica stefnir að því að hefja markvissar rannsóknir á áhrifum kísilsteinefnis á heilsu á næstu misserum. Þrátt fyrir fjölbreyttar erlendar rannsóknir á áhrifum kísils er nauðsynlegt kanna enn frekar möguleg áhrif af inntöku kísils á heilsuna. Eitt af mörgum skrefum í þeirri vegferð verður að framkvæma klíníska forrannsókn (Phase 1 trial) þar sem markmiðið er að kanna áhrif mismunandi skammtastærða á heilsu og því hefur fyrirtækið lagt drög að slíkri rannsókn.

 

Jóhann Friðrik Friðriksson, lýðheilsufræðingur hjá Nexis

 

Heimildir:

 

 1. R.Jugdaohsingh. (2007).The Journal of Nutrition Health and Aging. Silicon and Bone Health.

 

 1. Sripanyakorn, S., Jugdaohsingh, R., Thomson, R.P.H., Powell, J.J. (2005). Dietary silicon and bone health. Nutrition Bulletin.

 

 1. Jugdaohsingh, R., Tucker, K.L., Qiao,N., Cupples,L.A., Kiel,D.P., Powell, J.J. (2003) Dietary Silicon Intake Is Positively Associated With Bone Mineral Density in Men and Premenopausal Women of the Framingham Offspring Cohort. Journal of Bone and Mineral Research

 

 1. Jugdaohsingh, R., Tucker, K.L., Qiao,N., Cupples,L.A., Kiel,D.P., Powell, J.J. (2002). Dietary silicon intake and absorption. American Society for Clinical Nutrition.

 

 1. Is Silicon Dioxide Safe?Anna Schaefer. Medically Reviewed by Peggy Pletcher, MS, RD, LD, CDE on March 25, (2015).

 

 1. WHO. Nutrition Nutrition health topics. Iron deficiency – anaemia. Retrieved:

http://www.who.int/nutrition/topics/ida/en/ (2016).

 

 1. Jeffery L. Miller. (2013). Iron Deficiency Anemia: A Common and Curable Disease. Cold Spring Harbor Perspectives in Medicine.

 

 1. Martin K.R., The chemistry of silica and its potential health benefits. (2007). Journal of Healthy Aging.

 

 1. Elizabeth Thatcher. Livestrong.com. (2013). Side effects of Silica Supplements. Retrieved: http://www.livestrong.com/article/288425-side-effects-of-silica-supplements/

 

 1. Rodella, L.F., Labanca, M.,  Lonati, C.,  Rezzani, R.  (2014). A review of the effects of dietary silicon intake on bone homeostasis and regeneration. Nutrition of Healthy Aging.

 

 1. Hall, A. J., Lopman, B. A., Payne, D. C., Patel, M. M., Gastañaduy, P. A., Vinjé, J….Parashar, U. D. (2013). Norovirus Disease in the United States. Emerging Infectious Diseases. 19(8), 1198-1205. https://dx.doi.org/10.3201/eid1908.130465.

 

 1. C. Ariasa., M.R. Salaa., A. Domínguezb., C.D.N., Tornerc., D.L. Ruízd., A. Martínezd., R. Bartolomée.,  M. de Simónf., J. Buesag. (2010). Epidemiological and clinical features of norovirus gastroenteritis in outbreaks: a population-based study. Clinical Microbiology and Infection.

 

 1. Food and drug administration (FDA), Department of Health and Human Services (DHS) Food additives permitted for direct addition to food for human consumption. Sec. 172.480 Silicon dioxide. Retrieved: http://www.accessdata.fda.gov/scripts/cdrh/cfdocs/cfCFR/CFRSearch.cfm?fr=172.480