HVAÐ SEGJA RANNSÓKNIR UM KÍSIL?

FYRIR LÍKAMANN

Undanfarin ár hafa verið gerðar töluverðar læknisfræðilegar rannsóknir á nauðsyn kísils fyrir mannslíkamann. Þessar rannsóknir sýna svo ekki verður um villst að kísill gegnir mikilvægu hlutverki í mannslíkamanum. Sérstaklega er hann mikilvægur fyrir heilsu beina en einnig örvar hann myndun kollagens í líkamanum. Kollagen er ein aðaluppistaða bandvefs en hann er að finna í beinum, húð, hári, nöglum, liðböndum, sinum og brjóski, svo eitthvað sé nefnt.

Hlutverk kísilsins er að koma kollageni fyrir á réttum stöðum í líkamanum og halda þeim þar. Hann hjálpar einnig öðrum steinefnum, svo sem kalki, að koma sér fyrir í beinvef og styrkir þar með uppistöðugrindina sem hann myndast í. Það getur því skipt sköpum við t.d. kalkinntöku að kísill sé tekinn samhliða til að kalkið nýtist sem best.

FYRIR ALLA SEM HUGA AÐ HEILSUNNI

Tvær stórar rannsóknir sem gerðar voru á tengslum kísilupptöku úr fæðu og beinþynningu sýna að aukin inntaka á kísil kemur fram í auknum steinefnaþéttleika í beinum karlmanna og sérstaklega kvenna fyrir breytingarskeið og eftir breytingarskeið í hormónameðferð. Þar kemur einnig fram að ef konur taka inn kísil fyrir breytingarskeið getur þessi aukna steinefnaþétting í beinum þeirra valdið því að beinþynning eftir breytingarskeið verður ekki eins alvarleg vegna þess hve sterk þau eru eftir kísilinntökuna.

Rannsóknir þessar sýna að inntaka á að minnsta kosti 300 mg af kísil á dag er sterklega tengd auknum bein-og steinefnaþéttleika og því ráðlagður dagskammtur. Meðal inntaka Vesturlandabúa af kísil úr fæðu er þó almennt einungis um helmingur af dagsþörf líkamans vegna mataræðis og er því langt undir viðmiðunarmörkum. Einnig er bent á að geta líkamans til að taka upp kísil úr fæðunni minnkar með aldrinum og eru konur á miðjum aldri í Vesturlöndum í sérstökum áhættuhópi hvað þetta varðar þar sem þær eru að meðaltali að fá einungis 18mg á dag af kísil úr fæðu. Með því að taka inn kísilsteinefni er því hægt að koma í veg fyrir kísilskort.

FYRIR ÁRANGUR

Rannsóknir sýna að kísill styrkir allan bandvef í líkamanum s.s. alla liði, brjósk og bein. Í því samhengi má nefna áhugaverða rannsókn sem gerð var á 53 ungum (18 mán.) hestum í kappreiðaþjálfun. Hestunum var skipt í þrjá hópa og var fyrsta hópnum gefinn stórir skammtar af kísilsteinefni, öðrum hópnum var gefinn minni skammtur af steinefninu ásamt D vítamíni og var þeim þriðja ekki gefið neitt af þessu. Hestarnir voru skoðaðir fyrir þjálfun og svo reglulega á meðan þjálfun stóð (dagar 0, 62, 104, 244) og var árangur þeirra skráður ásamt öllum tilfellum meiðsla eins og helti og beinbrot. Í ljós koma að hestarnir sem fengu kísilsteinefni sýndu talsvert betri árangur í hlaupum ásamt því að meiðsli voru fátíðari og mældist töluvert meiri beinþéttni í ,,metalcarpal” beinum þeirra. Þeir sem stunda einhverskonar líkamsrækt ættu því ekki að láta kísilsteinefnið fram hjá sér fara.

Frekari upplýsingar og rannsóknir á kísli má finna á:
Scientific Studies & Research: Silica
Silicon as an Essential Trace Element in Animal Nutrition, by Edith Muriel Carlisle