Styrktar- og samstarfsaðilar

geoSilica Iceland fagnar komu fjárfesta og velgjörðarmanna sem vilja taka þátt í að gera þennan draum okkar og ástríðu að veruleika. Fyrir þá sem hafa áhuga og óska eftir frekari upplýsingum, ekki hika við að hafa samband á netfangið: geosilica@geosilica.com

Við hjá geoSilica viljum koma fram þökkum til Tækniþróunarsjóðs RANNÍS, Vaxtarsamnings Suðurnesja, Atvinnumála kvenna,  Landsbankans og Íslandsbanka fyrir trú þeirra á starfsemi okkar, Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar (Kadeco) fyrir alla aðstoð, Orkuveitu Reykjavíkur fyrir ótakmarkaðan aðgang að affallsvatni og PCCell GmbH, Landsvirkjun og Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs fyrir allan þeirra stuðning og samstarf.

Eftirfarandi fyrirtæki eru meðal styrktar- og samstarfsaðila geoSilica Iceland ehf:

Verðlaun og viðurkenningar:

Best Boostrapped 2016 (Ísland)

Sprotafyrirtæki sem hefur sýnt mesta þróun á síðasta ári, byggt á vexti, áhrifum, sölu, vöru og/eða þjónustu, án fjármögnunar.

Stofnandi ársins 2016 (Ísland)

Einstaklingur sem hefur sýnt framúrskarandi árangur á síðasta ári. Einstaklingurinn hefur m.a. sýnt árangur í: fjáröflun, stækkun viðskiptavinahóps, fjármálum, framúrskarandi forustuhæfileika.

Styrkur

2015

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá markmiðum og áherslum sem fram koma í úthlutunarreglum sjóðsins.

Markaðsstyrkur 

2015

Markaðsstyrkir Tækniþróunarsjóðs eru fyrir fyrirtæki sem eru að komast á legg og eru með veltu undir 300 milljónum króna. Verkefni á vegum Rannís eru styrkt til eins árs, að hámarki 10 milljónir króna.

atvinnumal kvenna

Verkefnastyrkur 

2014

Frá árinu 1991 hefur Félagsmálaráðuneytið veitt styrki einu sinni á ári til kvenna í atvinnurekstri á Íslandi, eða 35.000.000 kr. á ári með það að markmiði að hvetja konur til að byrja með sín eigin fyrirtæki og til að auka aðgengi þeirra að fjármagni. Veittir eru styrkir af ráðuneytinu en sjóðurinn er hýstur af Vinnumálastofnun.

Topp 10 viðskiptahugmyndir 2013

Gulleggið er frumkvöðlakeppni á vegum Innovit. Þær 10 viðskiptahugmyndir af 327 sem komust áfram voru niðurstaða einkunnargjafar rýnihóps sem var skipaður af 90 sérfræðingum með margvíslegan bakgrunn úr atvinnulífinu og háskólaumhverfinu.

Topp 4 viðskiptahugmyndir 2013

„Þetta er eitthvað annað“ er nýsköpunarkeppni á vegum Landsbankans og Matís. Aðstandendur keppninnar ætla henni að vera öflugur hvati til uppbyggingar lítilla og meðalstórra fyrirtækja á sviði matvæla og líftækni, með það að markmiði að auka varanlega verðmætasköpun á Íslandi.

Verkefnastyrkur 

2012

Haustið 2012 hlaut geoSilica verkefnastyrk Tækniþróunarsjóðs til þriggja ára. Markmið verkefnisins var vöruþróun og markaðssetning á kísilfæðubótarefni í formi svifvökva sem unnið er úr skiljuvatni Hellisheiðarvirkjunar ásamt þróun á þeim tæknilegu lausnum sem þarf fyrir skilvirka framleiðslu á vörunni.