Um okkur

Logo Geosilica

MARKMIÐ GEOSILICA

geoSilica Iceland ehf. hefur það markmið að framleiða hágæða kísilríkar heilsuvörur, úr jarðhitavatni jarðvarmavirkjana á Íslandi, til að stuðla að bættri heilsu fólks.

FYRIRTÆKIÐ

Fyrirtækið var stofnað árið 2012 af Fidu Abu Libdeh og Burkna Pálssyni, ásamt Ögnum ehf., út frá lokaverkefnum Fidu og Burkna í orku- og umhverfistæknifræði við Háskóla Íslands.

 

Haustið 2012 fékk geoSilica Verkefnastyrk Tækniþróunarsjóðs, til að hefja vinnu við rannsóknir og þróun á sinni fyrstu vöru. Sama ár hófst starfsemi við Hellisheiðarvirkjun til að nýta affallsvatn virkjunarinnar, þessa áður ónýttu auðlind sem uppfull er af steinefnum. Sú starfsemi hefur farið fram í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur, sem hefur stutt vel við bakið á verkefninu og sýnt því mikinn áhuga.

 

geoSilica hefur þróað tveggja þrepa framleiðsluaðferð á kísilsteinefni sínu. Í fyrra skrefinu er styrkur kísils í skiljuvatninu aukinn margtugfalt án þess að breyta efnasamsetningu þess að öðru leyti. Í seinna skrefinu er skiljuvatninu smá saman skipt út fyrir hreint grunnvatn af svæðinu þannig að lokaafurðin er mjög smásær kísill í hreinu grunnvatni.

 

Í lok árs 2014 kom á markað fyrsta varan frá geoSilica en það er hágæða 100% náttúrulegt íslenskt kísilsteinefni í vökvaformi, tilbúið til inntöku.