Fyrir liði og bein

geoSilica Repair er steinefni sem ætlað er til inntöku og er unnið úr 100% náttúrulegum jarðhitakísil og mangan í hreinu íslensku vatni. Varan inniheldur engin aukaefni.

Vítamín og steinefni eru nauðsynleg næringarefni fyrir eðlilega líkamsstarfsemi. Líkaminn er fær um að framleiða sum vítamín sjálfur en hann er ekki fær um að framleiða eitt einasta steinefni, þar á meðal kísil og mangan. Steinefni eru okkur nauðsynleg m.a. fyrir uppbyggingu beina, tanna, hárs, blóðs, tauga og húðar. geoSilica Repair er sérstaklega hannað og þróað af geoSilica fyrir uppbyggingu beina og styrkingu bandvefjar þ.m.t. liðbönd, liðþófar og krossbönd.