Algengar spurningar

Geosilica

Fyrir hverja eru GeoSilica vörur?

Fyrir konur og karla sem annt er um beinheilsu sína í ljósi þess hversu nauðsynleg steinefni eru fyrir beinheilsu. steinefni geta verið fyrirbyggjandi við beinþynningu og dregið úr henni en það eru fyrst og fremst konur sem þjást af beinþynningu en þó einnig karlar.


Fyrir fólk sem annt er um útlit og heilsu húðar, hárs og nagla. GeoSilica vörur hafa mjög góð áhrif á hár og neglur, styrkir brothættar neglur og eykur slitþol hárs, ásamt því að styrkja hár og draga úr hárlosi. Steinefni styrkja einnig húð og getur dregið úr örhrukkum ásamt því að draga úr skemmdum af völdum of mikils sólarljóss.

Fyrir íþróttafólk sem æfir mikið. Steinefni styrkja brjósk, sinar og liðbönd. Steinefni geta dregið úr líkum og tíðni á íþróttameiðslum.


Fyrir fólk með gigtarverki eða verki í stoðgrind tengdum niðurbroti á bandvef af ýmsu tagi. Við höfum heyrt frá mörgum viðskiptavinum sem fullyrða að gigtarverkir og verkir í stoðgrind hafi minnkað eða horfið eftir inntöku á GeoSilica steinefnum í einhvern tíma.

Fyrir konur með járnskort sem ekki lagast við inntöku annarra bætiefna. Við hjá GeoSilica höfum heyrt frá mörgum konum sem hafa verið að berjast við krónískan járnskort sem illa hefur gengið að bæta úr og hafa fengið bót eftir að hafa tekið inn GeoSilica kísilsteinefni.

Hvernig er varan unnin?

Kísillinn er náttúrulegur jarðhitakísill á formi örsmárra kísilagna sem falla út í jarðhitavatni frá borholum Hellisheiðarvirkjunar. Magn kísilsins er styrkt í jarðhitavatninu í ferli sem eingöngu eykur styrk kísilagnanna en ekki annara efna. Að lokum er svo skiljuvatninu skipt út fyrir hreint grunnvatn frá svæðinu en magn kísils helst óbreytt. Lokavaran er því 100% náttúrlegur jarðhitakísill í hreinu vatni. Engar efnavörur af neinu tagi eru notaðar við framleiðsluna né heldur hár hiti.

Hvaða rannsóknir liggja á bakvið áhrif kísils á líkamann?

Kísilsteinefni er uppspretta frumefnisins kísils (e. silicon). Árið 1972 sýndi Dr. Edith Muriel Carlisle fram á með tilraunum á dýrum að kísill er lífsnauðsinlegt snefilefni fyrir öll æðri dýr. Fram að þessum tíma var talið að kísill í líkamanum gengdi engu hlutverki. Öll dýr sem fá engan kísil úr fæðu sýna fljótlega greinileg merki um kísilskort. Þessi einkenni eru m.a. mikil beinþynning og gallar í beinum og tönnum, sár sem gróa mjög illa, feldur dýra og húð verður mjög léleg og allur bandvefur verður almennt illa myndaður.  Þessar rannsóknir hennar voru svo staðfestar af öðrum vísindamönnum næstu árin. 

Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og fjöldi rannsókna og ritrýndra vísindagreina um mikilvægi kísils eykst með hverju ári.

Stórar faraldsfræðilegar rannsóknir hafa verið gerðar sem sýna ótvírætt að kísill spilar stórt hlutverk í skilvirkri framleiðslu á kollageni og styrkingu bandvefs þar sem kísill bindur risasameindir saman í utanfrumuefni hans. Kísill hjálpar við bindingu annarra steinefna í beinvef og eykur tjáningu á genum sem hafa með steinefnasöfnum í beinkímfrumur að gera. Vegna þessa er kísill (silica) til dæmis er orðinn vinsæll til notkunar í beingræðsluefnum.

GeoSilica styðst eingöngu við ritrýndar vísindagreinar í öllum fullyrðingum um virkni kísilsteinefnisins og áhugasömum er bent á að skoða lista yfir vísindagreinar á heimsíðu fyrirtækisins

Hve mikið á að taka inn af GeoSilica kísilsteinefnum á dag?

10 ml eða eina matskeið á dag. Hver flaska dugar því í einn mánuð.

Eru einhverjar aukaverkanir af Kísilsteinefni Geosilica?

Nei engar ef fyrirmælum um skammtastærð er fylgt. Engin eitrunaráhrif eru þekkt af völdum myndlauss kísils þ.e. kísill sem ekki hefur kristalgerð eins og jarðhitakísill.

Má taka inn Kísilsteinefni Geosilica með lyfjum?

Já en gæta þarf að því hann sé ekki tekinn inn á sama tíma og önnur lyf. Það er hugsanlegt að kísillinn geti haft áhrif á upptöku lyfju með því að draga í sig virk efni tímabundið. Við mælum með að fólk taki kísilinn um klukkustund fyrir eða eftir að önnur lyf eru tekin.

Er óhætt að taka in Kísilsteinefni Geosilica á meðgöngu?

Við mælum alls ekki með því. Almennt eiga konur á meðgöngu ekki að taka inn fæðubótarefni svo sem kísil og mörg fleiri. Áhrif kísils á barnshafandi konur hafa ekki verið rannsökuð nægjanlega vel að svo stöddu.

Má taka fleiri en eina GeoSilica vöru í einu?

Já það má taka fleiri en eina vöru í einu. Engin eitrunaráhrif eru þekkt af kísli þess sem GeoSilica vörur innihalda og því er óhætt að taka inn tvær GeoSilica vörur á sama tíma.


Við mælum með því að þú skoðir steinefna magn í vörunum. Sem dæmi inniheldur RECOVER kísil og magnesíum - við mælum þá með því að þú takir ekki RECOVER með öðrum magnesíum vörum en það er í góðu lagi að taka RECOVER með RENEW sem inniheldur kísil, sink og kopar því sú vara inniheldur önnur steinefni ásamt kíslinum. Sem dæmi væri hægt að taka RENEW á morgnana og RECOVER á kvöldin eða bara hvernig sem hentar hverjum og einum.

Pure

Hvernig bragðast varan?

PURE bragðlaus. Það er vegna þess að kísill (aðal hráefni vörunnar) er bragðlaust. Við bætum engum efnum við til þess að bragðbæta vöruna. 

Hvað inniheldur varan?

PURE hefur tvö innihalds efni; kísil og vatn. Varan er án allra aukefna

Er varan vegan?

Já, PURE hefur hlotið vegan vottun frá The Vegan Society. 

Hvernig geymist varan?

Varan geymist í kæli eftir opnun og notist innan 3 mánaða. 

Hvenær finn ég mun?

Flestir finna mun á fyrstu flöskunni (mánaðar skammti) en sumir þurfa að taka vöruna inn lengur til þess að finna mun. 

Má ég taka vöruna inn ef ég er ófrísk?

Nei ekki er mælt með því að ófrískar konur taki inn vörurnar.

Má taka vöruna ef ég er með barn á brjósti?

Já það er í góðu lagi að taka inn vöruna með barn á brjósti.

Renew

Hvernig bragðast varan?

RENEW er örlítið beisk á bragðið. Einnig getur varan verið gelkennd og með þurri áferð. 

Hvað inniheldur varan?

RENEW hefur þrjú innihaldsefni; kísil, kopar og sink. Varan er án aukaefna. 

Er varan vegan?

Já, RENEW hefur hlotið vegan vottun frá The Vegan Society. 

Hvernig geymist varan?

Geymist í kæli eftir opnun og notist innan þriggja mánaða.

Hvenær finn ég mun?

Flestir finna mun á fyrstu flöskunni (mánaðar skammti) en sumir þurfa að taka vöruna inn lengur til þess að finna mun. 

Má ég taka inn vöruna ef ég er ófrísk?

Nei ekki er mælt með því að ófrískar konur taki inn vörurnar.

Má ég taka inn vöruna með barn á brjósti?

Já það er í góðu lagi að taka inn vöruna með barn á brjósti, RENEW hefur reynst mjög vel við hárlosi eftir meðgöngu.

Repair

Hvernig bragðast varan?

REPAIR er bragðlaus vara. Vökvinn getur þó orðið gelkenndur. 

Hvað inniheldur varan?

REPAIR hefur tvö innihaldsefni; kísil og mangan. Varan er án aukaefna. 

Er varan vegan?

Já, REPAIR hefur hlotið vegan vottun frá The Vegan Society. 

Hvernig geymist varan?

Varan geymist í kæli eftir opnun og notist innan 3 mánaða. 

Hvenær finn ég mun?

Flestir finna mun á fyrstu flöskunni (mánaðar skammti) en sumir þurfa að taka vöruna inn lengur til þess að finna mun. 

Má ég taka inn vöruna ef ég er ófrísk?

Nei ekki er mælt með því að ófrískar konur taki inn vörurnar.

Má ég taka inn vöruna ef ég er með barn á brjósti?

Já, það er í góðu lagi að taka inn vöruna með barn á brjósti.

Recover

Hvernig bragðast varan?

RECOVER hefur súrt bragð, líkt sítrónu. Það er bragðið af magnesíum sítrat sem varan inniheldur. 

Hvað inniheldur varan?

RECOVER inniheldur tvö innihaldsefni; kísil og magnesíum. Varan er án aukaefna. 

Er varan vegan?

Já, RECOVER hefur hlotið vegan vottun frá The Vegan Society. 

Hvernig geymist varan?

Varan geymist í kæli eftir opnun og notist innan þriggja mánaða.

Hvenær finn ég mun?

Flestir finna mun á fyrstu flöskunni (mánaðar skammti) en sumir þurfa að taka vöruna inn lengur til þess að finna mun. 

Er eðlilegt að það myndist botnfall í vörunni?

Já, það þarf að hrista upp í vörunni áður en hún er tekin inn. Magnesíum sest á botn flöskunnar en þrátt fyrir það þá næst rétt magn í dagsskammt vörunnar með því að hrista flöskuna. 

Má ég taka inn vöruna ef ég er ófrísk?

Nei ekki er mælt með því að ófrískar konur taki inn vörurnar.

Má ég taka inn vöruna ef ég er með barn á brjósti?

Já, það er í góðu lagi að taka inn vöruna með barn á brjósti.

Refocus

Hvernig bragðast varan?

Það er áberandi járn bragð af REFOCUS en það stafar af járninu sem varan inniheldur. Varan hefur einnig öðruvísi lit en hinar GeoSilica vörurnar sem er aljgörlega eðlilegt en liturinn kemur af D3 vítamíninu sem er unnið úr þörungum. 

Hvað inniheldur varan?

REFOCUS inniheldur þrjú innihaldsefni; kísil, járn og d vítamín. Varan er án aukaefna. 

Er varan vegan?

Já, REFOCUS hefur hlotið vegan vottun frá The Vegan Society.

Hvernig geymist varan?

Varan geymist í kæli eftir opnun og notist innan þriggja mánaða.

Hvenær finn ég mun?

Flestir finna mun á fyrstu flöskunni (mánaðar skammti) en sumir þurfa að taka vöruna inn lengur til þess að finna mun. 

Má ég taka inn vöruna ef ég er ófrísk?

Nei ekki er mælt með því að ófrískar konur taki inn vörurnar.

Má ég taka inn vöruna ef ég er með barn á brjósti?

Já það er í góðu lagi að taka inn vöruna með barn á brjósti.

Fleiri spurningar?

Ef fleiri spurningar vakna, endilega hafðu samband við okkur á geosilica@geosilica.com