Hárvöxturinn fór á flug með inntöku RENEW

Hárvöxturinn fór á flug með inntöku RENEW

Birna Dís Ólafsdóttir er meðgöngu - og mömmuþjálfari og á að baki tvær meðgöngur. Hún glímdi við mikið hárlos eftir báðar meðgöngurnar en eftir seinni meðgönguna ákvað hún að prófa RENEW fyrir hár, húð og neglur eftir að hafa heyrt um vöruna á samfélagsmiðlum og séð ótrúlegan árangur hjá öðrum konum.

 

     

 "Ég byrjaði að taka RENEW frá GeoSilica þegar ég var með mikið hárlos eftir meðgöngu og ég fann strax á fyrsta mánuðinum hvað litlu “baby hárin” eins og þau eru oft kölluð uxu hratt! Ég vil ekki segja að varan hafi komið í veg fyrir hárlos þar sem það eru bara hormónar sem stjórna því en það sem ég vildi fá út úr því að nota vöruna var að fá hárið til baka sem allra fyrst. Ég tók líka þátt í rannsókn út frá beiðni ljósmóður minnar á meðgöngu þar sem þurfti að klippa tvo lokka úr hárinu á mér og eftir að ég byrjaði að taka inn RENEW fóru þeir á flug með baby hárunum". 

Birna segist vera frekar matvönd og viðkvæm fyrir allskonar mat og vökva svo að hún var örlítið hrædd um að höndla ekki fæðubótarefni í vökvaformi. Allt kom fyrir ekki en Birna segist ekki finna neitt bragð af vörunni og áferðin heldur ekki erfið. "Ég fæ mér alltaf bara vatnssopa eftir staupið og finn ekki fyrir neinu. Ég hef hins vegar heyrt að einhverjum finnist áferðin skrítin en þá bendi ég bara á að það er hægt að blanda vöruna í vatn, djús eða þess vegna boost. Ég hika ekki við að mæla með RENEW við allar mínar vinkonur og mömmurnar sem að koma til mín í þjálfun". 

 

Birnu Dís má finna á Instagram undir nafninu bd.thjalfun

 

Aftur á bloggsíðu