Um GeoSilica

 

Stofnandi og framkvæmdastýra GeoSilica, Fida Abu Libdeh

Fida kom til Íslands frá Palestínu sem unglingur með stóra drauma og mikinn metnað. Árið 2012 stofnaði hún GeoSilica ásamt teymi sínu með lítið fjármagn en mikla ástríðu til þess að ná langt. Hún sótti innblástur í þá gríðarlegu orku og hreinleika sem Ísland bíður upp á. 

GeoSilica® framleiðir náttúruleg fæðubótarefni í vökvaformi til daglegrar inntöku, sem hjálpa til við endurnýjun líkamans frá toppi til táar. Með byltingarkenndri framleiðsluaðferð vinnum við steinefni úr jarðhitasvæðum Íslands og þróum 100% náttúrulegar og vegan-vottaðar gæðavörur. Kísill er eitt algengasta steinefni heims og finnst víðsvegar í náttúrunni. Hann gegnir mikilvægu hlutverki í mannslíkamanum og GeoSilica auðveldar upptöku hans. 

 

 

Gildin okkar

 

Náttúrulegt - Allar okkar vörur eru hreinar, náttúrulegar og framleiddar á sjálfbæran hátt. Við trúum á framleiðslu og vöruþróun með fullri virðingu fyrir umhverfinu: að sækja steinefni djúpt í iður jarðar með sem allra minnstu fótspori.

 


Endurnýjun - Endurnýjun er útgangspunkturinn fyrir alla GeoSilica vörulínuna. Henni er ætlað að lagfæra það sem hlotið hefur skaða og laða fram náttúrulega fegurð með því að meðhöndla líkamann innan frá. Við styrkjum þig líkamlega um leið og við sköpum hugarró með heildrænni endurnýjun líkama og hugar.


Íslenskt - GeoSilica er samgróið Íslandi og þeim einstöku jarðfræðilegu aðstæðum sem hér er að finna. Ísland býr yfir mikilli jarðvarmaorku sem gerir vinnslu kísilsins mögulega. Heilbrigður lífsstíll er ríkur þáttur í íslenskri menningu. Þangað sækjum við innblásturinn.

    

Nýsköpun - Við höfum alltaf viljað ná lengra en talið er mögulegt á okkar sviði. GeoSilica er stofnað á grunni einstaks framleiðsluferlis: GeoStep. Eftir margra ára rannsóknir erum við komin á þann stað sem við erum núna. Við munum stöðugt halda áfram að bæta okkur og sættum okkur aldrei við neitt minna en það sem telst byltingarkennt hverju sinni.

 

Þetta verkefni hefur hlotið styrk frá Tækniþróunarsjóði Íslands og Eurostars - 2 Joint Programme með samstyrk frá Horizon 202 rannsókna - og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins.  

 

Skoðaðu vöruúrvalið

Skoða vörur

Þarftu aðstoð?

Hafðu samband við okkur í gegnum tölvupóst geosilica@geosilica.com