Slide background
Slide background

FYRIR HEILBRIGT

& FALLEGT ÚTLIT

Slide background

100% náttúrulegt Kísilsteinefni unnið úr íslensku hráefni

Fyrirtækið var stofnað árið 2012 af Fidu Abu Libdeh og Burkna Pálssyni, ásamt Ögnum ehf., út frá lokaverkefnum Fidu og Burkna í orku- og umhverfistæknifræði við Háskóla Íslands. Í lok árs 2014 kom á markað fyrsta varan frá geoSilica en það er hágæða 100% náttúrulegt íslenskt kísilsteinefni í vökvaformi, tilbúið til inntöku.

Kísill er steinefni sem finnst í náttúrunni og ýmsum fæðutegundum. Kísill er nauðsynlegt næringarefni fyrir líkamann en hann gegnir lykilhlutverki í myndun og viðhaldi beina. Kísill getur einnig auðveldað líkamanum upptöku á öðrum steinefnum, eins og kalki og magnesíum sem dæmi. Mikill skortur er á kísli í fæðu Vesturlandabúa sem hefur þau áhrif að leita þarf annarra leiða til að fullnægja líkamanum um það magn af kísli sem hann þarfnast.

Kísilsteinefni geoSilica er hágæða 100% náttúrulegt steinefni, þróað og framleitt á Íslandi úr jarðhitavatni frá Hellisheiðarvirkjun. Kísilsteinefnið er í vökvaformi, ætlað til inntöku og inniheldur engin viðbætt efni.

geoSilica hefur þróað tveggja þrepa framleiðsluaðferð á kísilsteinefni sínu. Í fyrra skrefinu er styrkur kísils í skiljuvatninu aukinn margtugfalt án þess að breyta efnasamsetningu þess að öðru leyti. Í seinna skrefinu er skiljuvatninu smá saman skipt út fyrir hreint grunnvatn af svæðinu þannig að lokaafurðin er mjög smásær kísill í hreinu grunnvatni.

Verðlaun og viðurkenningar

Nordic Startup Awards – Best Boostrapped 2016 (Ísland)

Nordic Startup Awards – Stofnandi ársins 2016 (Ísland)

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum – Styrkur 2015

Rannís – Markaðsstyrkur 2015

atvinnumal kvenna

Atvinnumál kvenna – Verkefnastyrkur 2014

Gulleggið – Topp 10 viðskiptahugmyndir 2013

Landsbankinnn & Matís – Topp 4 viðskiptahugmyndir 2013

Rannís – Verkefnastyrkur 2012

Skráðu þig á póstlista geoSilica