Heiðarlegt álit á REFOCUS kísilsteinefninu með járni og D vítamíni

Heiðarlegt álit á REFOCUS kísilsteinefninu með járni og D vítamíni

Anna S. Bergmann birti heiðarlegt álit á GeoSilica á Trendnet þar sem hún starfar sem bloggari. Við fengum leyfi frá önnu til þess að endurbirta greinina hér: 

 

Ég ákvað að taka mér góðan tíma í að prófa mig áfram með vörurnar og sjá hvort að ég myndi finna fyrir einhverjum breytingum. Ég hef alltaf tamið mér að vera heiðarleg þegar ég segi frá vörum og myndi ég aldrei mæla með vörum sem mig líkar ekki við. En að GeoSilica og minni skoðun á REFOCUS .. ég mæli með og í rauninni finnst mér að þessar vörur ættu að vera til á öllum heimilum.

Ég sá nánast strax breytingu á húð og hári. Hárið byrjaði að vaxa hratt og er orðið heilbrigt og glansandi eftir að hafa verið nánast ónýtt eftir pakkalitun. Mér hefur þótt það vera mjög ‘dull’ í langan tíma og hef ég ekki breytt um hárvörur svo að það er greinilega kísilsteinefnið sem er að gefa hárinu þennan fallega glans. Svo hefur húðin mín hefur haldist nánast vandamálalaus, bæði með góðri húðrútínu og REFOCUS.

“REFOCUS er náttúrulegt kísilsteinefni með viðbættu járni og D vítamíni. Það stuðlar að eðlilegri heilastarfsemi, vinnur gegn langvarandi þreytu og gefur aukna orku ásamt því að stuðla að heilbrigðu ónæmiskerfi.”

Þessir punktar heilluðu mig og var ég því mjög spennt að sjá hvort að varan myndi hafa áhrif á mína síþreytu og gefa mér aukna orku. Það var ekki fyrr en í lok fyrstu flöskunnar að ég byrjaði að finna fyrir árangri. Það getur verið ótrúlega persónubundið hvenær hver og einn byrjar að finna fyrir mun og ég hef því verið í seinnalagi. En þegar ég var við það að klára fyrstu flöskuna þá var ég ómeðvitað hætt að drekka orkudrykki og búin að minnka daglegu kaffibollana úr 3-4 niður í 1-2. Þetta þykir mér ótrúlegt því ég hef verið nánast háð allskyns orkudrykkjum og kaffi, sérstaklega yfir vetrartímann. REFOCUS hentaði mér einnig vel yfir lokaskil í skólanum en ég náði að halda góðri einbeitingu þrátt fyrir bæði athyglisbrest og kvíða.
Útaf þessum staðreyndum þá get ég ekki annað gert en að gefa REFOCUS og GeoSilica mín allra bestu meðmæli. Kísilsteinefnið er orðið að daglegri inntöku hjá mér og mun ég halda áfram að fá mér daglegan sopa. Ég hlakka mikið til að sjá hvort að ég muni finna fyrir enn meiri mun og taka eftir ennþá meiri árangri.


Aftur á bloggsíðu