Reynsla einkaþjálfara af GeoSilica

Reynsla einkaþjálfara af GeoSilica

Mín reynsla af GeoSilica.

Síðastliðin ár hefur vitundarvakning varðandi heilsu aukist til muna og eru nú flestir allir orðnir mun meðvitaðri um ýmislegt tengt heilsu. Ég hef komist að því að þegar ég byrja daginn rétt þá líður mér mun betur og er þá tilbúin í allar þær áskoranir sem verða á mínum vegi. Á náttborðinu hjá mér stendur stórt vatnsglas ásamt lýsi, D-vítamíni og Kísil.

Í mörg ár tók ég bara lýsi og D-vítamín en fyrir rúmum tveimur árum bætti ég kísli í rútínuna mína og þá varð ekki aftur snúið, þar sem ég hef fundið gígantískan mun á mér (Institute of Mineral Research, 2014-2018). Rannsóknir sem hafa verið gerðar á kísill gefa sterklega tilkynna að kísill hjálpar líkamanum við að vinna úr þeim steinefnum og vítamínum sem tekið er inn. Einnig sýna rannsóknir sterk tengsli á því að hafa þann eiginleika á að styrkja bæði liði og brjósk. Mín reynsla af kísli er frábær. Ég hef verið að taka upprunalegu vöruna frá GeoSilica og hef með því fundið gífurlegan mun á hári, húð og nöglunum. Í heildina líður mér mun betur bæði andlega sem og líkamlega.

Mín uppáhalds vara frá GeoSilica er varan ,,Repair‘’. Ég hef góða reynslu af vörunni en hún inniheldur 100% kísill og Mangan. Mangan er mikilvægt efni til þess að viðhalda eðlilegum beinvexti og til þess að styrkja brjósk. Þar sem ég hreyfi mig mikið og hef lent í krossbandsslitum er mikilvægt að styrkja mig og ná upp góðu jafnvægi. Eftir að ég byrjaði að taka Repair fann ég gífurlegan mun á slitverkjunum í hné og öryggi mitt í hreyfingu jókst til muna.

Önnur vara sem hefur reynst mér vel er ,,Recover’’. Sú vara inniheldur 100% kísill og magnesíum. Magnesíum skiptir sköpum þegar það kemur að virkni tauga- og vöðvakerfisins og því er Recover varan mjög hentug fyrir þá sem eru undir langtíma álagi vegna strangra æfinga.

Kísill, Repair og Recover eru þær vörur sem ég mæli algjörlega með frá GeoSilica. Þær vörur hafa hjálpað mér að ná mínum heilsufarslegu markmiðum og komið mér í mun betra jafnvægi. Ég ráðlegg öllum þeim sem leitast eftir betri heilsu og þeim sem vonast eftir góðum efri árum, að íhuga þessar vörur.

Jasmín Guðrún Hafþórsdóttir

Íak Einkaþjálfari

 

*http://instituteofmineralresearch.org/?s=silicon

Back to blog