
Íslenskt hugvit – náttúruleg endurnýjun
GeoSilica® framleiðir náttúruleg fæðubótarefni í vökvaformi til daglegrar inntöku, sem hjálpa til við endurnýjun líkamans frá toppi til táar. Með byltingarkenndri framleiðsluaðferð vinnum við steinefni úr jarðhitasvæðum Íslands og þróum 100% náttúrulegar og vegan-vottaðar gæðavörur. Kísill er eitt algengasta steinefni heims og finnst víðsvegar í náttúrunni. Hann gegnir mikilvægu hlutverki í mannslíkamanum og GeoSilica® auðveldar upptöku hans.

Af hverju þurfum við GeoSilica fæðubótarefnin?
Með aldrinum minnkar magn kísils í líkamanum og þar sem að dregið hefur úr næringargildum nútíma mataræðis getur reynst erfitt að fá nægileg kísilsteinefni úr fæðunni einni og sér. Kísill er talinn stuðla að styrkingu beina, bandvefs, hárs, húðar og nagla ásamt því að vera talinn fyrirbyggjandi gegn beinþynningu. Kísill á einnig þátt í náttúrulegri framleiðslu kollagens í líkamanum.

REFOCUS – náttúrulegt fæðubótarefni fyrir hug og orku
REFOCUS er nýjasta viðbótin við vörulínuna okkar. Varan inniheldur 100% náttúrulegan jarðhitakísil með viðbættu D-vítamíni og járni sem stuðlar að eðlilegri heilastarfsemi og orkubrennslu, dregur úr þreytu og styrkir ónæmiskerfið. REFOCUS er vegan-vottað, eins og allar vörur GeoSilica
Let customers speak for us

FRUMKVÖÐULLINN
Framkvæmdastýra GeoSilica® og teymið hennar þróuðu byltingarkennda framleiðsluaðferð sem kallast GeoStep® sem að gerir okkur kleift að vinna steinefni úr jarðhitasvæðum án þess að nota skaðleg efni í ferlinu.
Skoðaðu vöruúrvalið okkar

GeoSilica Products
Subscriptions For those who prefer convenience, we offer you to subscribe to...