Nýsköpun

 

NÁTTÚRULEG ENDURNÝJUN AÐ INNAN

GeoSilica framleiðir náttúruleg fæðubótarefni til daglegrar notkunar fyrir endurnýjun líkamans frá toppi til táar. Við styðjumst við áralanga rannsóknarvinnu og háþróaða tækni til þess að vinna steinefni úr eldvirkum jarðvegi Íslands. Þannig tryggjum við að vörur GeoSilica séu alltaf 100% náttúrulegar og hreinar.


NÝSKÖPUN ER GRUNNURINN

Kjarninn í því sem við gerum er framleiðsluaðferð sem við köllum GeoStep®. Í henni felst einstakt ferli til að einangra kísil án notkunar utanaðkomandi efnasambanda.


INNBLÁSIÐ AF ÍSLENSKRI NÁTTÚRU

Hreinleikinn og sú gífurlega orka sem býr í náttúru Íslands er það sem drífur okkur áfram. Náttúran sjálf er útgangspunkturinn þegar við þróum GeoSilica vörurnar. Markmiðið er að þær búi yfir sömu virkni og sömu hráu orku. Þannig leiðum við fram ósnortna fegurðina.


HVERS VEGNA ÞARF HEIMURINN GEOSILICA?

Öll dagleg starfsemi reynir á líkamann. Þess vegna er mikilvægt að vakna úthvíld og þróttmikil á hverjum degi. Kísill er eitt algengasta steinefni jarðar og finnst bæði í berggrunninum og mannslíkamanum. Hann auðveldar upptöku annarra steinefna. Þannig hjálpar GeoSilica líkamanum á óteljandi vegu.


NÁTTÚRULEG UPPSPRETTA

Jarðhitavatn er forsendan fyrir allri vörulínu GeoSilica. Það myndast þegar grunnvatn hitnar við þann gífurlega hita sem eldvirkni skapar. Heilandi eiginleikar jarðhitavatns hafa verið þekktir í þúsundir ára. Okkar byltingakennda framleiðsluferli og einstakir jarðfræðilegir eiginleikar Íslands hafa gert okkur kleift að sækja hreinan kísil í þessar öflugu orkustöðvar.


SKULDBINDING OKKAR VIÐ UMHVERFIÐ

Sjálfbærni er hjartað í framleiðsluferli GeoSilica. Það er okkur mikilvægt að allri orku sem við sækjum til jarðarinnar sé skilað aftur í vistkerfið í eilífri hringrás. Þannig tryggjum við vistvæna orku fyrir komandi kynslóðir. Allar okkar vörur eru unnar úr 100% náttúrulegum kísli. Engin skaðleg aukaefni eða rotvarnarefni. Með sjálfbærni okkar verndum við umhverfið fyrir skaðlegum framleiðsluaðferðum og gerviefnum.

Skoðaðu vöruúrvalið

Skoða vörur

Þarftu aðstoð?

Hafðu samband við okkur í gegnum tölvupóst geosilica@geosilica.com