geoSilica Iceland gerist meðlimur í Samtökum Iðnaðarins

  15. September 2014, Reykjavík Ísland. geoSilica Iceland ehf gerist meðlimur í Samtökum Iðnaðarins. Samtök Iðnaðarins er net tengiliða sem líta eftir mismunandi hagsmunum iðnfyrirtækja á Íslandi. Í Samtökum Iðnaðarins eru 1200 fyrirtæki og samtök tengð iðnaði a Íslandi.Eftirfarandi er meðal hlutverka samtakana samkvæmt vefsíðu þeirra:Bæta...

 12.september 2014, Reykjavík, Ísland. Heilsa ehf undirritar samning við geoSilica um dreifingu á íslenskan markað.Eftir nokkurra ára rannsóknir á kísli í affallsvatni jarðvarmavirkjunarinnar á Hellisheiði, hefur geoSilica þróað kísilfæðubótarefni sem mun koma á markað á næstu mánuðum. Heilsa ehf, einn stærsti dreifiaðili heilsuvara á Íslandi,...

Nú höfum við fengið til liðs við okkur Fe Amor Parel Guðmundsson og mun hún sjá um markaðsmál fyrirtækisins. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna til starfa. Um leið viljum við kveðja Hönnu Ragnheiði sem mun yfirgefa geoSiica og þökkum við henni fyrir vel unnin störf og óskum...

Þann 29. maí næstkomandi mun Ásbrúardagurinn vera haldinn hátíðlegur og er þá venjan að þúsundir Suðurnesjamanna og gesta af höfuðborgarsvæðinu komi og heimsæki okkur hér á Ásbrú. Hátíðin er með karnivalsniði og verður sannkölluð fjölskyldustemning með jákvæðu andrúmslofti og fjölbreyttri dagskrá í boði fyrir alla.Við...

Þann 24. maí munum við frá geoSilica vera með bás að kynna starfsemi sprotafyrirtækisins á Nýsköpunartorgi sem haldið verður í Háskólanum í Reykjavík. Markmið Nýsköpunartorgsins er að skapa skýra mynd af árangri og uppbyggingu tækni- og hugverkaiðnaðarins og um leið byggja upp sterka og jákvæða...

Þann 15. apríl var Hönnu Ragnheiði verkefnastýru og Fidu framkvæmdastýru úthlutað styrk úr atvinnumálum kvenna fyrir verkefnið "steinefna- og kísilríkt drykkjarvatn". Styrkir úr sjóðnum hafa verið veittir til kvenna sem hafa góðar viðskiptahugmyndir frá árinu 1991, og var það þáverandi félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, sem kom...

Þau Fida Abu Libdeh, framkvæmdastýra,  og Burkni Pálson, tæknistjóri, verða til viðtals í þætti Gerðar Jónsdóttur á Rás1 kl. 09:03 laugardaginn 12. apríl, þar sem meðal annars er fjallað um geoSilica og kísil sem lífsnauðsynlegt steinefni. Þáttur Gerðar ber nafnið " Búsæld - nýjungar á...

Nú höfum við bætt við enn einum öflugum frumkvöðli í viðbót til starfa með okkur í geoSilica, Ester Marít Arnbjarnardóttur tæknifræðing, og mun hún helst koma til með að sjá um gæðaeftirlit fyrirtækisins. Við hlökkum til að vinna saman að uppbyggingu sprotafyrirtækisins og bjóðum hana...

Geosilica hóf nýja árið með stæl og hlaut sprotafyrirtækið nýlega langþráð starfsleyfi upp við Hellisheiðarvirkjun þar sem helmingur framleiðslunnar á kísilfæðubótarefninu mun meðal annars fara fram. Nú stefnir fyrirtækið á að koma upp framleiðslulínunni og mun okkar fyrsta vara sjást á hillum síðar á þessu...